 Sýndu hver þú ert! Það er talið áríðandi að fyrirtæki komi vöru sinni og þjónustu á framfæri með margvíslegum hætti. Í dag telja margir stjórnendur að ekki sé nóg að nota hefðbundna auglýsingamiðla heldur hafa ýmis önnur úrræði farið vaxandi. Hvort sem það felst í umsýslu sölufunda, ráðstefna, þinga eða vörusýninga þá er brýnt að vanda til verka svo útkoman verði framúrskarandi. Þegar kemur að þessum úrræðum getur verið gott að leita til sérfræðinga á þessu sviði. Þjónustan! Sýningakerfi er með afar öflugt og fjölbreytt úrval af úrræðum fyrir fyrirtæki allt frá litlum auglýsingastöndum til burðarveggja, frá rúllugardína upp í tveggja hæða risabása og skiltagerðar. Sýningakerfi hefur jafnframt búnað til að tölvuskera út myndir og merkingar og prenta á margvísleg efni til að setja á fyrirtækisbíla, veggi, rúður, sandblástursfilmur, frauðplast, plast, járn, ál, í ljósakassa og auglýsingastanda. Alveg sama hverjar þarfir þínar eru á þessu sviði þá erum við viss um að hafa réttu vöruna fyrir þig. Allar vörur okkar og þjónusta stefna í þá átt að láta þitt fyrirtæki líta vel út þannig að ávinningur verður ávalt umfram tilkostnað. Fólkið á bak við þjónustuna! Okkar ágæta starfsfólk getur hjálpað þér að fullvinna verkið. Við erum með velþjálfað lið sem getur tekist á við vandasöm verkefni. Í gegnum árin höfum við veitt þjónustu við vörusýningar í hinum ýmsu löndum. Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa notið þeirrar þjónustu okkar að sjá um frágang, flutning, uppsetningu og niðurtekt í tengslum við vörusýningar, ráðstefnur, þing og fundi. Árangurinn af þeirri samvinnu hefur haft það í för með sér að þeir leita til okkar aftur og aftur. Hvers vegna Sýningarkerfi? Í sameiningu sjáum við til þess að þú lítir vel út. Við spörum þér peninga. Við léttum þér lífið.Hjá okkur er opið frá kl. 8:00 - 17:00 alla virka daga.
|